Home Fréttir Í fréttum Bjóða út viðhald á 12 þúsund fermetra flugskýli

Bjóða út viðhald á 12 þúsund fermetra flugskýli

235
0

Framkvæmdasýsla Ríkisins hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir á byggingu 831 á Keflavíkurflugvelli.

<>

Um er að ræða rúmlega 12 þúsund fermetra flugskýli Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Mynd: Skjáskot RÚV

Á meðal þess sem gera þarf að framkvæma er að uppsteypa á tveimur lyftuhúsum og niðurrif á um 800 fermetra viðbyggingu. Þá þarf að mála stálbita og klæningar og lagfæra utanhússklæðningu.

Vettvangsskoðun verður haldin þann 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ríkiskaupa sem sér um útboðið.

Heimild: Sudurnes.net