Home Fréttir Í fréttum 884 millj­óna kröf­ur í þrota­bú SS húsa

884 millj­óna kröf­ur í þrota­bú SS húsa

407
0
Sig­urður Krist­ins­son rak bæði SS hús og SS verk. Þrot fé­lag­anna nem­ur rúm­lega millj­arði. Mynd: mbl.is/​​Hari

Aðeins 20,5 millj­ón­ir feng­ust greidd­ar upp lýst­ar for­gangs­kröf­ur í þrota­bú verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins SS húsa, en fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota í janú­ar árið 2018. Sam­tals var lýst kröf­um upp á 883,7 millj­ón­ir í búið.

<>

Meðal krafna í búið voru launakröf­ur frá starfs­mönn­um og kröf­ur frá skatta­yf­ir­völd­um og toll­stjóra.

SS hús var í eigu Sig­urðar Krist­ins­son­ar, en hann átti fé­lagið ásamt bróður sín­um og stjúp­föður. Sig­urður var í lok árs 2018 dæmd­ur í 20 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir meiri hátt­ar skatta­laga­brot í rekstri ann­ars fé­lags sem hann rak einnig, SS verk.  Þá var hon­um gert að greiða 137 millj­ón­ir í sekt. Auk hans var tengda­móðir Sig­urðar dæmd fyr­ir skatta­laga­brot í rekstri fé­lags­ins og fékk hún 15 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og var gert að greiða 106 millj­óna króna sekt.

Áður hafði SS verk verið tekið til gjaldþrota­skipta, en gjaldþrot fé­lags­ins nam 206 millj­ón­um króna. Sam­tals nema því gjaldþrot þess­ara tveggja fé­laga rúm­lega millj­arði króna.

Sig­urður var auk þess dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­els­is fyr­ir til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots í svo­kölluðu Skák­sam­bands­máli. Varðaði það smygl á fimm kíló­um af am­feta­míni til lands­ins frá Spáni árið 2017.

Efn­in voru fal­in í skák­mun­um og send með pakka sem stílaður var á Skák­sam­bands Íslands, sem hafði þó ekk­ert með málið að gera. Þegar efn­in bár­ust til Skák­sam­bands­ins var lög­regla á Spáni þó búin að kom­ast á snoðir um smyglið og skipta út efn­un­um.

Heimild: Mbl.is