Home Fréttir Í fréttum Flýta bygg­ingu nýs heim­il­is með 100 millj­ón­um

Flýta bygg­ingu nýs heim­il­is með 100 millj­ón­um

181
0
Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra. Mynd: mbl.is/​Eggert

Bygg­ingu nýs áfanga­heim­il­is Kvenna­at­hvarfs­ins verður flýtt með 100 millj­óna króna fjár­fram­lagi á þessu ári, sam­kvæmt til­lögu til þings­álykt­un­ar um tíma­bundið fjár­fest­ingar­átak stjórn­valda til að vinna gegn sam­drætti í hag­kerf­inu í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

<>

Til­lag­an er til um­fjöll­un­ar á Alþingi í dag, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu.

Seg­ir í henni að verk­efnið sé liður í fjár­fest­ing­um rík­is­ins til að bregðast strax á þessu ári við efna­hags­leg­um og sam­fé­lags­leg­um áhrif­um veirunn­ar.

„Um er að ræða átján nýj­ar leigu­íbúðir sem skjól­stæðing­ar Kvenna­at­hvarfs­ins geta leigt til ákveðins tíma, sam­hliða því að fá stuðning inn­an at­hvarfs­ins. Safnað var fyr­ir verk­efn­inu með þjóðarátak­inu Á allra vör­um árið 2017.

Fram­lög rík­is­ins nú munu bæði flýta verk­efn­inu og gera Kvenna­at­hvarf­inu kleift að bregðast við auk­inni þjón­ustuþörf,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hætta á auknu heim­il­isof­beldi

Haft er um leið eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að heim­ilið sé því miður ekki griðastaður fyr­ir alla og að mik­il­vægt sé að huga að því á tím­um þar sem fólk dvelji meira á heim­il­um sín­um en áður.

„Bæði inn­lend og alþjóðleg mann­rétt­inda­sam­tök hvetja stjórn­völd til að bregðast við hættu á auknu heim­il­isof­beldi. Með því að flýta bygg­ingu áfanga­heim­il­is Kvenna­at­hvarfs­ins er stigið mik­il­vægt skref til þess og at­hvarfið fær svig­rúm til að veita fleir­um þjón­ustu.“

Heimild: Mbl.is