Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir skapi störf

Fram­kvæmd­ir skapi störf

150
0
Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­band Íslands. Mynd: mbl.is

„Fyrstu viðbrögð mín við aðgerðum eru já­kvæð, að grípa fljótt til aðgerða við þess­ar al­var­legu aðstæður skipt­ir miklu máli. Einnig er mik­il­vægt að stjórn­völd séu til­bú­in að breyta aðgerðaáætl­un og bregðast við því hvernig ástandið þró­ast.“

<>

Þetta seg­ir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands og 2. vara­for­seti ASÍ, í Morg­un­blaðinu í dag.

Í efna­hagspakka þeim sem rík­is­stjórn­in kynnti um helg­ina eru ýmis atriði er lúta að heim­il­un­um og launa­fólki.

Tryggðar eru greiðslur til fólks í sótt­kví og þegar starfs­hlut­fall er minnkað að frum­kvæði vinnu­veit­anda um minnst 20% vegna sam­drátt­ar í starf­semi. Gert er þá skil­yrði að launþegi haldi að lág­marki 25% starfs­hlut­falli hjá vinnu­veit­anda.

Einnig verður veitt heim­ild til að taka út sér­eign­ar­sparnað og end­ur­greiðslur á vsk. vegna viðhalds­vinnu við heim­ili og frí­stunda­hús­næði hækkaðar í úr 60% í 100%.

„Ég hefði viljað sjá iðnaðar­menn bet­ur tryggða hvað varðar tekj­ur í hluta­störf­um og greiðslum rík­is­ins við þær aðstæður. Við ger­um okk­ur hins veg­ar grein fyr­ir að nú­ver­andi ástand var­ir ekki lengi svo þetta ætti að sleppa.

Þá er já­kvætt að stjórn­völd tóku vel í til­lögu okk­ar að breyta verk­efn­inu All­ir vinna þannig að all­ur virðis­auka­skatt­ur af vinnu við end­ur­bæt­ur verður end­ur­greidd­ur líkt og gert var eft­ir efna­hags­hrunið.

Þá verður að grípa til aðgerða vegna verðtryggðra fast­eignalána og í því sam­bandi hef­ur fryst­ing verðtrygg­ing­ar verið nefnd. Við þurf­um síðan þegar við kom­umst fyr­ir veiruna að tryggja að mannafls­frek­ar fram­kvæmd­ir fari af stað til að skapa störf,“ seg­ir formaður RSÍ.

Heimild: Mbl.is