Home Fréttir Í fréttum Um tuttugu iðnaðarmenn frá Póllandi vinna nú við að steypa upp stöðvarhús...

Um tuttugu iðnaðarmenn frá Póllandi vinna nú við að steypa upp stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar

151
0
Mynd: Landsvirkjun
Um tuttugu iðnaðarmenn frá Póllandi vinna nú við að steypa upp stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar og verða þeir um þrjátíu og fimm þegar líður á sumarið. Verkefnastjóri segir að engir iðnaðarmenn séu á lausu hér á landi og því hafi verið samið við pólskan undiverktaka.

„Við þurfum að ná mikilli framvindu í uppsteypu á stöðvarhúsinu og þurftum þar af leiðandi á 35 til 40 manns að halda þegar mest verður í því. Sá mannafli var ekki til staðar á Íslandi,“ segir Guðmundur Þórðarson, verkefnastjóri hjá LNS saga. „Þessir menn eiga heima í Póllandi með sínar fjölskyldur en meðan þeir vinna hérna eru þeir í aðstöðu á Þeistareykjum og búa þar í fjórar vikur og fara svo í tvær vikur í frí heim til Póllands.“

<>

Það má því segja að vísir að þorpi hafi nú myndast á Þeistareykjum. Þar er svefnskáli fyrir hundrað manns sem verður fullnýttur í sumar og mötuneytið er opið fyrir starfsmenn allan sólarhringinn. Unnið er eftir stífri verkáætlun, enda þarf að nýta sumarið eins vel og mögulegt er, áður en vetur skellur á. Verktakinn gerir ráð fyrir að skila verkinu í árslok 2016.

Heimild: Rúv.is