Home Fréttir Í fréttum Maður lést í vinnuslysinu í Mosfellsbæ

Maður lést í vinnuslysinu í Mosfellsbæ

128
0
Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést í vinnuslysi í Mosfellsbæ í gær. Slysið varð í nýbyggingu í Sunnukrika um miðjan dag í gær.
Gólfplata hrundi með þeim afleiðingum að einn maður lést og annar slasaðist alvarlega.
Sá síðarnefndi er pólskur karlmaður um fimmtugt. Hann komst sjálfur út úr byggingunni og var fluttur mikið slasaður á slysadeild. Líðan hans er eftir atvikum að sögn lögreglu.

Að sögn lögreglu er ekki hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

<>

Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á staðinn þegar tilkynning barst um slysið, bæði sjúkrabílar og slökkvibílar.

Heimild: Ruv.is