Home Fréttir Í fréttum Mikill við­búnaður vegna vinnu­­slyss í Mos­­fells­bæ

Mikill við­búnaður vegna vinnu­­slyss í Mos­­fells­bæ

156
0
Mikill viðbúnaður er við Sunnukrika vegna slyssins. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Mikill við­búnaður er nú við Sunnu­krika í Mos­fells­bæ vegna vinnu­slyss en þetta stað­festir Val­garður Val­garðs­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

<>

Að sögn Val­garðs féll gólf­plata á tvo menn sem voru að vinna í nýbyggingu í hverfinu á þriðja tímanum í dag og voru sjúkrabílar ásamt slökkviliði kölluð út í framhaldinu.

Val­garður gat ekki greint frá líðan þeirra sem lentu í slysinu en verið er að rannsaka málið. Að sögn Vinnueftirlitsins eru fulltrúar á þeirra vegum mætt á staðinn og verður málið til rannsóknar hjá þeim.

Frétt uppfærð kl. 17:40:

Búið er að losa manninn og hefur hann verið fluttur á slysadeild. Maðurinn er alvarlega slasaður. Vinnu viðbragsaðila er að mestu lokið á vettvangi.

Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú mættir á vettvang. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

 

Heimild: Frettabladid.is