Home Fréttir Í fréttum Get­ur iðnaðarmaður sent reikn­ing tveim­ur árum eft­ir fram­kvæmd­ir?

Get­ur iðnaðarmaður sent reikn­ing tveim­ur árum eft­ir fram­kvæmd­ir?

364
0
Ljós­mynd/​Unsplash

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem býr í fjöl­býl­is­húsi og er ósátt­ur.

<>

Sæll Sæv­ar, 

ég bý í ný­lega reistu fjöl­býl­is­húsi. Nú vor­um við að fá reikn­ing fyr­ir fram­kvæmd­um sem unn­ar voru vorið 2018.

Við héld­um þá að bygg­ing­araðili húss­ins hefði greitt fyr­ir þess­ar fram­kvæmd­ir. Hús­sjóður á ekki fyr­ir hon­um og því mun hann deil­ast á íbúðaeig­end­ur.

Ég var að velta fyr­ir mér hvort það væri lög­legt hjá iðnaðar­manni að koma svona seint með reikn­ing?

Því nú eru fjöl­marg­ir íbú­ar bún­ir að selja og nýir komn­ir í staðinn frá því að fram­l­væmd­irn­ar voru gerðar. Þess­ir nýju íbúðaeig­end­ur eru skilj­an­lega ósátt­ir með að eiga að greiða fyr­ir nærri 2 ára gaml­ar fram­kvæmd­ir.

Kveðja, T.

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA rek­ur lög­manns­stof­una Sæv­ar Þór & Partners.

Sæll, T.

Í fjöleign­ar­hús­um eru ákv­arðanir um sam­eig­in­leg­ar fram­kvæmd­ir tekn­ar á hús­fund­um. Þegar um er að ræða fram­kvæmd­ir er varða sam­eign húss án samþykk­is hús­fund­ar er eig­end­um óheim­ilt  að ráðast í fram­kvæmd­ir nema sér­stak­ar und­an­tekn­ing­ar eigi við.

Kostnaður skipt­ist svo al­mennt á eig­end­ur eft­ir hlut­fallstöl­um eign­ar­hluta. Í lög­um um fjöleign­ar­hús er jafn­framt svo mælt að við sölu eign­ar sem lög­in taka til,  s.s. fjöl­býl­is­hús, ber selj­anda m.a. að kynna kaup­anda sér­stak­ar samþykkt­ir hús­fé­lags­ins ef um þær er að ræða, reikn­inga hús­fé­lags­ins og stöðu og fram­lög eign­ar­hlut­ans gagn­vart því og hús­sjóði þess.

Skal selj­andi jafn­an, ef því verður við komið, afla og leggja fram vott­orð eða yf­ir­lýs­ingu frá hús­fé­lag­inu um of­an­greind atriði sem að því snúa.

Ef um er að ræða hús í bygg­ingu ber selj­anda einnig að gera grein fyr­ir áfölln­um bygg­ing­ar­kostnaði og áætl­un um end­an­leg­an bygg­ing­ar­kostnað.

Fari sal­an fram með milli­göngu lög­gilts fast­eigna­sala hvíla fram­an­greind­ur skyld­ur á herðum hans.

Ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um greiðslu­stöðu hús­sjóðs, vænt­an­leg­ar fram­kvæmd­ir o.fl., sbr. fram­an­greint, kunna að skipta kaup­anda veru­legu máli.

Því er afar mik­il­vægt að fram­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir og séu kaup­anda kunn­ug­ar áður en kaup eiga sér stað.

Hvað varðar kröfu iðnaðar­manns­ins ber að geta þess að al­menn­ur fyrn­ing­ar­frest­ur kröfu­rétt­inda er fjög­ur ár.

Kraf­an er þ.a.l. ekki fyrnd og get­ur hann sóst eft­ir því að fá hana greidda.  Kröfu­hafi get­ur þó með tóm­læti sínu tapað rétti til að krefjast greiðslu kröf­unn­ar.

Kær kveðja,

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður/​MBA.

Heimild: Mbl.is