Stefnt er að því að stækka Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju, en hugmyndir þess efnis voru kynntar íbúum í nágrenninu á dögunum.
JeS arkitektar hafa nú birt nokkrar myndir af þeim hugmyndum sem unnið er út frá. Stækkunin felur meðal annars í sér nýjan sal í tengslum við núverandi sal með léttum opnanlegum vegg á milli, þrjár skrifstofur, geymslur fyrir húsbúnað og stækkun á núverandi eldhúsi.


Heimild: Sudurnes.net