Home Fréttir Í fréttum Af­slátt­ur til að örva fram­kvæmd­ir

Af­slátt­ur til að örva fram­kvæmd­ir

132
0
Frá Grund­arf­irði. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Bæj­ar­stjórn Grund­ar­fjarðarbæj­ar hef­ur samþykkt af­slátt á gatna­gerðar­gjöld­um í því skyni að ýta und­ir nýj­ar íbúðarbygg­ing­ar, auk bygg­ing­ar at­vinnu­hús­næðis.

<>

Björg Ágústs­dótt­ir bæj­ar­stjóri seg­ir að skort­ur hafi verið á íbúðar­hús­næði í sveit­ar­fé­lag­inu um nokk­urt skeið. Hún seg­ist finna fyr­ir áhuga yngra fólks sem vilji setj­ast að í bæn­um og aukn­um áhuga á ný­bygg­ing­um.

Íbúar í Grund­ar­fjarðarbæ eru nú 877 og fjölgaði um einn í fyrra. „Okk­ur hafði fækkað nokkuð síðustu ár, en von­um að nú séum við að ná ákveðnu jafn­vægi og von­umst til að fara upp á við aft­ur næstu miss­er­in,“ seg­ir Björg.

„Það hef­ur mjög margt já­kvætt gerst í at­vinnu­lífi svæðis­ins og við vilj­um greiða fyr­ir ný­bygg­ing­um þannig að fólk geti fundið hent­ugt hús­næði hér. Auk þess er nýtt aðal­skipu­lag á loka­metr­un­um. Þar er lagður grunn­ur að því að bæta við lóðum og að ný íbúðarsvæði verði til­bú­in þegar á þeim þarf að halda.“

Samþykkt bæj­ar­stjórn­ar um gatna­gerðar­gjöld­in er tvíþætt. Ann­ars veg­ar er um að ræða lækk­un gatna­gerðar­gjalds á íbúðar­hús­næði sam­kvæmt gjald­skrá bæj­ar­ins og hins veg­ar er tíma­bund­inn sex mánaða 50% af­slátt­ur á til­greind­um íbúðar- og at­vinnu­lóðum, sem verið hafa til út­hlut­un­ar.

Heimild: Mbl.is