Home Fréttir Í fréttum Breikkun Vesturlandsvegar – frummatsskýrsla frá Vegagerðinni

Breikkun Vesturlandsvegar – frummatsskýrsla frá Vegagerðinni

183
0
Breikkun Vesturlandsvegar framkvæmdasvæði Mynd: Vegagerðin

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.

<>

Kynningartími er frá 24. febrúar til 7. apríl 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. apríl 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Um er að ræða breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e.a.s. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Heildarlengd hliðarvega er um 11,7 km, þar af verða lagðir um 9,8 km af nýjum hliðarvegum. Vegurinn liggur um Kjalarnes, fámennasta hverfi Reykjavíkur. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi vegfarenda.

Vegagerðin boðar til opins húss í Klébergsskóla Kollagrund 2, 116 Kjalarnesi, fimmtudaginn 27. febrúar n.k. milli kl. 16.00 og 18.00, þar sem frummatsskýrslan verður til kynningar.

Skýrsluna og frekari upplýsingar eru hér á heimsíðunni.

Heimild: Vegagerðin.is