Home Fréttir Í fréttum Fyrst kvenna til for­mennsku hjá raf­virkj­um

Fyrst kvenna til for­mennsku hjá raf­virkj­um

369
0
Mar­grét Hall­dóra Arn­ars­dótt­ir er nýr formaður Fé­lags ís­lenskra raf­virkja. Ljós­mynd/​Aðsend

Mar­grét Hall­dóra Arn­ars­dótt­ir var kjör­inn formaður Fé­lags ís­lenskra raf­virkja fyrst kvenna í sögu fé­lags­ins. Í dag lauk at­kvæðagreiðslu um kjör for­manns FÍR. Þetta kem­ur fram á vef Rafiðnaðarsam­bandi Íslands.

<>

Þar kem­ur fram að hún hafi hlotið af­burðakosn­ingu en ekki er til­greint ná­kvæm­lega hvernig at­kvæðin skipt­ust. Hún fór gegn sitj­andi for­manni, Borgþóri Hjörv­ars­syni, sem sett­ist í for­manns­stól­inn eft­ir hall­ar­bylt­ingu inn­an fé­lags­ins árið 2015.

Mar­grét tek­ur við for­mennsku á aðal­fundi fé­lags­ins í næsta mánuði. Mar­grét sit­ur nú þegar í miðstjórn Rafiðnaðarsam­bandi Íslands, RSÍ.

„Óskum við Mar­gréti inni­lega til ham­ingju með kjörið og ber­um við mikl­ar vænt­ing­ar til sam­starfs á kom­andi árum.“ Þetta seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu á vefn­um.

Heimild: Mbl.is