Home Fréttir Í fréttum Íbúðum fjölgað í Haga­hverfi á Ak­ur­eyri

Íbúðum fjölgað í Haga­hverfi á Ak­ur­eyri

201
0
Fram­kvæmd­ir við Haga­hverfi ganga sam­kvæmt áætl­un en þar verður þjón­ustu­svæði, skipu­lögð úti­vist­ar- og leik­svæði í blandaðri byggð ein­býl­is-, rað-, og fjöl­býl­is­húsa. Mynd: mbl.is/​Mar­grét Þóra Þórs­dótt­ir

Fleiri íbúðir verða byggðar í Haga­hverfi á Ak­ur­eyri, nýj­asta hverfi bæj­ar­ins, en í fyrstu var gert ráð fyr­ir. Í deili­skipu­lagi var sett ákveðið lág­mark, 540 íbúðir, en gert ráð fyr­ir mögu­leika á að byggja meira og sú hef­ur orðið raun­in.

<>

Fleiri íbúðir og vænt­an­lega þá fleiri íbú­ar verða því í hverf­inu, en nú er gert ráð fyr­ir að í allt verði byggðar að lág­marki um 700 íbúðir í Haga­hverfi.

Fram­kvæmd­ir við Haga­hverfi ganga sam­kvæmt áætl­un. Hverfið geng­ur suður af Nausta­hverfi og er námunda við helstu úti­vistarperl­ur Ak­ur­eyr­ar, Kjarna­skóg og Nausta­borg­ir.

Gert er ráð fyr­ir að leik­skóli verði byggður í hverf­inu en þar verður ekki grunn­skóli, þar verður þjón­ustu­svæði, skipu­lögð úti­vist­ar- og leik­svæði í blandaðri byggð, ein­býl­is-, rað-, og fjöl­býl­is­húsa.

Öllum lóðum hef­ur verið út­hlutað nema ein­býl­is­húsalóðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is