Home Fréttir Í fréttum Kostnaður viðbyggingar Alþingis 800 milljónir fram yfir upphaflegan framkvæmdakostnað

Kostnaður viðbyggingar Alþingis 800 milljónir fram yfir upphaflegan framkvæmdakostnað

144
0
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustungurnar. © Photographer.is Geirix

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu Alþingis var tekin í vikunni, en áætluð verklok hússins, sem er um 6000 fermetrar að stærð, eru í febrúar 2023.

<>

Í tilkynningu á vef Alþingis um kostnað byggingarinnar er tekið fram að 4.4 milljarðar séu áætlaðir til verkefnisins.

Árið 2018 var hins vegar kostnaðaráætlunin nærri 3.6 milljörðum, eða um 800 milljónum minna.

Samkvæmt svari Alþingis við fyrirspurn Eyjunnar um breytingar á áætluðum framkvæmdarkostnaði, skýrist aukningin meðal annars af stækkun hússins miðað við upphaflegar teikningar:

„Efnt var til hönnunarsamkeppni um 5.750 m² skrifstofubyggingu Alþingis árið 2016. Að samkeppni lokinni, þegar kom að gerð ráðgjafasamnings við verðlaunahafa í júlí 2017, kom fram að samþykkt væri um 691 m² viðbót og byggingin yrði samtals 6.441 m² (5.750 + 691m²) sem hafði áhrif á áætlaðan heildarkostnað verkefnisins,“

segir í svari Alþingis.

Plönin stóðust ekki – Forsendur breyttust

Í svarinu frá Alingis segir síðan að í framhaldi af gerð samningsins og út árið 2018 hafi verið unnið að því að fara yfir kostnaðaráætlunina og stærð hússins til þess að verkefnið myndi rúmast innan heildarkostnaðaráætlunar en framkvæmdakostnaður var þá áætlaður um 3.6 milljarðar.

Það hafi hinsvegar ekki tekist, þar sem kröfur til hússins hefðu breyst í millitíðinni:

„Einnig voru ýmis einingaverð rýnd, óvissuþættir skoðaðir nánar s.s. staðsetning verkefnis m.t.t. framkvæmdakostnaðar og klæðningar hússins svo eitthvað sé nefnt.

Ljóst var á þessu stigi verkefnisins að kröfur til þess hefðu aukist, m.a. hvað varðar öryggismál, gæðakröfur og samtengingar við aðrar byggingar Alþingis,“ segir í svarinu.

Húsið minnkar

Í svarinu er einnig tekið fram að nú hafi verið áætlaðar verðbætur samkvæmt verðlagsþróun, á stigi áætlunargerðarinnar og hinnar verklegu framkvæmdar, en það hafi ekki verið gert samkvæmt gildandi verklagi árið 2016.

Þá kemur fram að húsið hafi verið minnkað úr áætluðum 6400 fermetrum:

„Í apríl 2019 var ráðgjafasamningurinn uppfærður m.t.t. til framangreindra forsendubreytinga og var þá miðað við að stærð hússins sé 6.188 m² og framkvæmdakostnaður hennar rúmist innan heildarkostnaðaráætlunar verkefnis sem er skilgreind 4.400 m.kr. í fjármálaáætlun ríkisins. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir (SOF) fékk kostnaðaráætlun til samþykktar áður bæði áður en steinklæðningin á nýbygginguna og jarðvinna var boðin út.“

Heimild: Eyjan.is