Home Fréttir Í fréttum Íbúðum fækkað og græn svæði stækkuð

Íbúðum fækkað og græn svæði stækkuð

243
0
Sjómannaskólareitur Mynd: Reykjavíkurborg

Endurskoðaðar tillögur að uppbyggingu á Sjómannaskólareit samþykktar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar að loknu kynningarferli.

<>

Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar:

  • Létta á byggingamagni með því að taka út íbúðir fyrir námsmenn og minnka byggingarreit hagkvæms húsnæðis við stakkstæði.
  • Stækka opin græn svæði frá auglýstri tillögu og festa þau til frambúðar sem opin svæði til leikja og útivistar í aðalskipulagi.
  • Setja hverfisvernd á Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafnframt því að tryggja ásýnd að byggingu Sjómannnaskólans.
  • Hjóla- og sorpskýli framan og til hliðar við Sjómannaskóla færð eða tekin út.
  • Ofanvatnslausnir og lagnakvaðir settar inn.
  • Ný lóðamörk, bílastæði og göngustígar aðlöguð breytingum.
  • Settar inn bundnar byggingarlínur og byggingarreitur minnkaður.
  • Samhliða eru teikningar uppfærðar, texti, töflur, skuggavarp og þrívíddarmyndir.

Þessar tillögur eiga að tryggja fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis í samræmi við megin markmið húsnæðisstefnu aðalskipulagsins. Einnig stuðla þær að bættri nýtingu svæða innan borgarinnar í samræmi við markmið aðalskipulagsins um uppbyggingu þéttrar og blandaðrar byggðar, sjálfbæra borgarþróun og bættan borgarbrag.

Í heild fækkar íbúðum um tæplega fimmtung og stærð opinna svæða sem skilgreind eru í aðalskipulagi tvöfaldast.

Tillögurnar verða teknar til staðfestingar í borgarráði í næstu viku.

Heimild: Reykjavik.is