Home Fréttir Í fréttum Gísli Hauks fær að kaupa Alliance húsið

Gísli Hauks fær að kaupa Alliance húsið

490
0
Gísli Hauksson annar stofnanda Gamma og fyrrum forstjóri þess Mynd: Haraldur Guðjónsson

Félag stofnanda og fyrrum forstjóra Gamma átti næsthæsta tilboðið í Alliance húsið, eða 650 milljónir króna.

<>

Reykjavíkurborg hyggst rifta samningum um sölu á Alliance húsinu svokallaða við Grandargarð 2 við hæstbjóðanda og ganga til samninga við félagið Skipan sem átti næst hæsta tilboðið að því er Morgunblaðið greinir frá.

Að Skipan standa Gísli Hauksson hagfræðingur, annar stofnanda fjárfestingarfélagsins Gamma Capital Management, og forstjóri þess, árin 2008 til ársins 2018, Arnar Hauksson húsasmíðameistari og Guðmundur Kristján Jónsson borgarskipulagsfræðingur.

Alliance húsið, sem byggt var árin 1924 til 1925, er friðað en Guðmundur H. Þorláksson húsameistari teiknaði það. Sagt var frá því í fréttum í nóvember 2018 að árin á undan hefði borgin leigt húsið út á undirverði, þar á meðal til dóttur skrifstofustjóra hjá borginni. Sumarið 2012 sagði Viðskiptablaðið frá því að borgin hefði keypt húsið á 350 milljónir af Ingunni Wernersdóttur.

Ástæða riftunarinnar er að fyrsta greiðsla, upp á 90 milljónir sem berast átti 15. janúar síðastliðnum frá Alliance Þróunarfélagi, síðar Alliance Grandi ehf., barst ekki, en heildartilboð félagsins nam 900 milljónum.

Tilboð félagsins hafði jafnframt skorað hæst í matslíkani í kjölfar hugmydnasamkeppi um uppbyggingu svæðisins, og hafði því borgarráð samþykkt 28. nóvember síðastliðinn að ganga til samninga um viðskiptin.

Að Alliance hópnum stóð félag Arnar Kjartanssonar, M3 Capital, og félag Brynjólfs J. Baldurssonar, Eldborg Capital, en hönnuðir að uppbyggingarhugmyndum félagsins voru THG arkitektar og Argos arkitektar.

Ætluðu þeir meðal annars að byggja upp hótelrekstur á lóðinni, sem þýsk hótelkeðja hugðist standa að rekstri í, en í greinargerð skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá því í nóvember kom fram að tafir hefðu orðið á frágangi sölunnar allt frá apríl vegna óvissu í kjölfar falls Wow air.

Heimild: Vb.is