Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Svf. Skagafjarðar. Leikskóli á Hofsósi

Opnun útboðs: Svf. Skagafjarðar. Leikskóli á Hofsósi

360
0
Mynd: Feykir.is

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram tilboð í verkið Leikskóli á Hofsósi.

<>

Alls bárust tvö tilboð í verkið en ákveðið var að ganga til samninga við Uppsteypu ehf. sem var með lægra boðið.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 143.007.623 kr. en tilboð Uppsteypu var 16,7 milljón krónum hærra og hljóðaði upp á 159.705.806 kr.

Friðrik Jónsson ehf. átti hitt tilboðið sem var tæpum 46 milljónum hærra en kostnaðaráætlun eða 188.782.925 kr.

Byggðarráð fól sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans.

Uppsteypa er skagfirskt byggingafyrirtæki með lögheimili á Syðri-Hofdölum.

 

Heimild: Feykir.is