Home Fréttir Í fréttum Hús­eig­end­ur á Íslandi borga tæpa þrjá millj­arða króna ár­lega í of­an­flóðasjóð

Hús­eig­end­ur á Íslandi borga tæpa þrjá millj­arða króna ár­lega í of­an­flóðasjóð

115
0
Mokað í gegn­um snjóflóð í Skötuf­irði í Isa­fjarðar­djúpi Mynd: mbl.is/​RAX

Hús­eig­end­ur á Íslandi borga tæpa þrjá millj­arða króna ár­lega í of­an­flóðasjóð en ein­ung­is einn millj­arður er nýtt­ur í slík verk­efni.

<>

Af­gang­ur­inn renn­ur í rík­is­sjóð, þrátt fyr­ir mik­il­vægi þess að ráðist sé í öfl­ug­ar fram­kvæmd­ir vegna varn­argarða og ann­ars.

Þetta sagði Hall­dór Hall­dórs­son, formaður of­an­flóðasjóðs og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði, í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í gær. Þrátt fyr­ir að svo mikl­ir fjár­mun­ir eigi að renna í sjóðinn er ómögu­legt fyr­ir of­an­flóðanefnd að sækja í hann.

„Ef þú opn­ar kist­una er ekk­ert í henni,“ sagði Hall­dór, sem tel­ur að ef ráðist yrði í útboð á fram­kvæmd­un­um strax ætti að vera hægt að ljúka þeim fyr­ir árið 2022.

Hall­dór og of­an­flóðanefnd hafa ít­rekað leitað til stjórn­valda vegna máls­ins. „Ef við fengj­um að ráða mynd­um við nota allt fjár­magnið.

Það er vont að völd­in séu hjá Alþingi sem hlust­ar ekki á okk­ur,“ seg­ir Hall­dór í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is