Home Fréttir Í fréttum Gamli-Garður stækkaður

Gamli-Garður stækkaður

274
0
Skjáskot af Mbl.is

Fram­kvæmd­ir við stækk­un Gamla-Garðs eru nú í full­um gangi.

<>

Gert er ráð fyr­ir 69 stúd­enta­her­bergj­um í tveim­ur nýj­um þriggja hæða bygg­ing­um sem munu verða til­bún­ar haustið 2021.

Sjá videó og drónamyndir af framkvæmdum

Eins og sjá má á þess­um dróna­mynd­um eru jarðvegs­fram­kvæmd­ir vel á veg komn­ar en meðan á fram­kvæmd­um stend­ur má gera ráð fyr­ir ein­hverju raski á aðkomu að skól­an­um en leggja þarf nokk­ur bíla­stæði und­ir aðstöðu verk­tak­ans sem er Ístak.

And­rúm arki­tekt­ar sáu um hönn­un en í henni er gert ráð fyr­ir að hún falli vel að nú­ver­andi bygg­ing­um á há­skóla­svæðinu en Gamli-Garður var á sín­um tíma teiknaður af Sig­urði Guðmunds­syni arki­tekt.

Á vef Há­skóla Íslands kem­ur framað í bygg­ing­un­um tveim­ur verði 69 ein­stak­lings­her­bergi með sér sal­ern­um. Þá verða setu­stof­ur, sam­komu­sal­ur og sam­eig­in­leg eldúsaðstaða.

Heimild: Mbl.is