Home Fréttir Í fréttum Boða verk­legar fram­kvæmdir fyrir 132 milljarða króna

Boða verk­legar fram­kvæmdir fyrir 132 milljarða króna

469
0
Fréttablaðið/Anton Brink

Opinberar stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög áforma verklegar framkvæmdir á þessu ári fyrir allt að 132 milljarða króna.

<>

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag voru kynntar fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir hins opinbera í ár fyrir samtals um 132 milljarða króna.

Er það fjórum milljörðum króna hærri upphæð en kynnt var á sama þingi í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Þar af áformar Vegagerðin framkvæmdir fyrir tæplega 39 milljarða króna í ár og er það sautján milljörðum króna meira en kynnt var í fyrra.

Isavia gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 21 milljarð króna og Reykjavíkurborg fyrir tæplega tuttugu milljarða króna.

Í tilkynningunni er auk þess tekið fram að í fyrsta sinn á útboðsþingi samtakanna hafi verið kynntar sérstaklega verklegar framkvæmdir vegna Landspítalans en þær eru áætlaðar tæplega tólf milljarðar króna.

Þá fyrirhugar Landsnet að bæta við framkvæmdir frá síðasta ári sem nemur um 2,5 milljörðum króna en fyrirtækið áætlar að ráðast í verklegar framkvæmdir í ár fyrir um 11,7 milljarða króna.

Áætlaðar verklegar framkvæmdir opinberra aðila í ár í milljörðum króna:

Vegagerðin:                  38,7
Isavia:                         21,0
Reykjavíkurborg:          19,6
Landspítalinn:              12,0
Landsnet:                    11,7
Framkvæmdasýslan:      9,3
Veitur:                          8,8
ON:                              4,5
Landsvirkjun:                4,1
Faxaflóahafnir:              2,2
Alls:                          131,9

 

Heimild: Frettabladid.is