Home Fréttir Í fréttum Ásberg nýr fram­kvæmda­stjóri Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða

Ásberg nýr fram­kvæmda­stjóri Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða

435
0
Ásberg Kon­ráð Ing­ólfs­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Stjórn Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða hf. hef­ur ákveðið að ráða Ásberg Kon­ráð Ing­ólfs­son í stöðu fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins.

<>

Ásberg er 48 ára gam­all verk­fræðing­ur, með meist­ara­gráðu í bygg­inga­verk­fræði frá Uni­versity of Washingt­on en sér­grein­ar náms­ins voru á sviði fram­kvæmda, flug­vall­ar­gerðar og slit­laga­hönn­un­ar.

Þar áður, árið 1996, hafði hann lokið námi í bygg­ing­ar­tækni­fræði frá Tækni­skóla Íslands. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða.

Þar seg­ir enn frem­ur að Ásberg hafi að loknu námi hafið störf á fram­kvæmda­sviði VSÓ Ráðgjaf­ar ehf. og unnið meðal ann­ars við fram­kvæmda­eft­ir­lit við gerð virkj­ana, flug­valla og hafn­ar­svæða.

Á ár­un­um 2002 til 2005 starfaði Ásberg hjá Ori­on Ráðgjöf við veg­hönn­un og fram­kvæmda­eft­ir­lit. Und­an­far­in ár hef­ur Ásberg starfað sem verk­efna­stjóri og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf.

Hann hef­ur haft um­sjón með ýms­um verk­efn­um, m.a. fyr­ir Vega­gerðina og Reykja­vík­ur­borg, s.s. við brú­ar­gerð, slit­lags­fram­kvæmd­ir, vega- og gatna­gerð.

Ásberg hef­ur einnig unnið við hönn­un ým­issa mann­virkja og gerð kostnaðaráætl­ana fyr­ir fram­kvæmd­ir. Á ár­un­um 2008 til 2016 sat Ásberg í slit­laga­nefnd nor­ræna veg­tækn­i­sam­bands­ins, NVF, hér á landi.

Þá sat Ásberg um tíma í stjórn Stétt­ar­fé­lags verk­fræðinga og í samn­inga­nefnd fé­lags­ins.
Sam­býl­is­kona Ásbergs er Þór­hild­ur Guðmunds­dótt­ir verk­fræðing­ur og eiga þau tvær dæt­ur.

Þá kem­ur fram að ráðning­ar­ferlið hafi verið í hönd­um In­tell­ecta.
„Starf fram­kvæmda­stjóra var aug­lýst síðastliðinn nóv­em­ber. Ráðgert er að Ásberg taki við stöðunni 1. apríl næst­kom­andi en þá læt­ur nú­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Hall­dór Torfa­son af störf­um sök­um ald­urs.

Vill stjórn nota tæki­færið til að þakka Hall­dóri hans góða starf í þágu fyr­ir­tæk­ins á liðnum ára­tug­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is