Home Fréttir Í fréttum Verkís kemur að byggingu fjögurra yfirbyggðra tengivirkja

Verkís kemur að byggingu fjögurra yfirbyggðra tengivirkja

314
0
Tengivirki Sauðárkróki Mynd: Landsnet

Í vetur vinnur Verkís að byggingu fjögurra tengivirkja hér á landi. Tengivirkin, sem eru öll yfirbyggð, eru á Austurlandi og í Skagafirði, þ.e. á Eskifirði og á Eyvindará og í Varmahlíð og á Sauðárkróki.

<>

Í öllum verkefnunum sér Verkís um hönnun byggingar, gerð útboðsgagnanna og verkteikningar bygginga, hönnun rafbúnaðar og hönnunareftirlit. Gert er ráð fyrir að tengivirkin verði öll komin í notkun í haust.

Yfirbyggð tengivirki eru ekki útsett fyrir veðurfarslegum þáttum og minnka líkurnar á að skapist ástand eins og í Hrútatungu og á Sauðárkróki í desember síðastliðnum, þegar selta á tengivirkjunum olli víðtækum og langvarandi rafmagnstruflunum. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá slökkviliðsmenn hreinsa núverandi tengivirki á Sauðárkróki í desember en það er ekki yfirbyggt.

Varmahlíð og Sauðárkrókur
Vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki er fyrirhugað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kV jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð á Sauðárkrók.

Byggð verða tvö tengivirki, annars vegar yfirbyggt 66 kV, fimm rofareita tengivirki í Varmahlíð og hins vegar yfirbyggt 66 kV, fjögurra rofareita tengivirki á Sauðárkróki.

Verkefni: Tengivirki Varmahlíð
Verkefni: Tengivirki Sauðárkrókur

Eyvindará og Eskifjörður
Í kjölfar rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi hefur álag á flutningskerfið þar aukist mikið og til að bregðast við því og auka flutningsgetu var ákveðið að spennuhækka línur og tengivirki í svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum, frá Hryggstekk um Stuðla í Reyðarfirði og að Eyvindará um Eskifjörð, úr 66 kV upp í 132 kV.

Verkís kemur að byggingu nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eyvindará við Egilsstaði með þremur 132 kV reitum ásamt nýs yfirbyggðs tengivirkis á Eskifirði með fimm 132 kV reitum og tveimur 50 MVA 132/66 kV spennum.

Nýja virkið við Eyvindará mun taka við strengjum frá Hryggstekk og yfir á Eskifjörð, og vera þar með partur af 132 kV hringtengingu flutningskerfisins á austurlandi.

Verkefni: Tengivirki Eyvindará

Tengivirkið verður 132 kV yfirbyggt GIS tengivirki með fjórum rofareitum og tveimur 132/66 kV 50 MVA aflspennum. Tengivirkið verður tengt við núverandi 66 tengivirki með tveimur 66 kV strengjum.

Verkefni: Tengivirki Eskifirði

Heimild: Verkis.is