Home Fréttir Í fréttum ÍAV afhendir Móaveg 2-12 sex mánuðum á undan áætlun

ÍAV afhendir Móaveg 2-12 sex mánuðum á undan áætlun

670
0
Móavegur 2-12 Mynd: IAV.is

ÍAV afhenti 17. janúar 2020 síðustu 15 íbúðirnar af samtals 155 íbúðum, í sex blokkum auk bílakjallara, á Móavegi 2-12, til Bjargs íbúðafélags hses.

<>
Móavegur 2-12 Mynd: IAV.is

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Afhending á síðustu íbúðum við Móavegur 2-12 Mynd: IAV.is

Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Forsendur þess hve vel verkefnið hefur gengið, má rekja til árangursríks samstarfs við Bjarg, hönnuði verkefnisins, fjölda undirverktaka og birgja.

Heimild: IAV.is