Home Fréttir Í fréttum Lækk­a verð á nýj­um í­búð­um í mið­borg­inn­i

Lækk­a verð á nýj­um í­búð­um í mið­borg­inn­i

101
0
Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Kaupsamningar vitna um að verð nýrra íbúða hafi jafn vel verið lækkað um sex milljónir frá auglýstri verðskrá. Í þeim tilfellum voru íbúðir keyptar fyrir hundruð milljóna.

<>

Verktakar hafa á undanförnum mánuðum lækkað verð á nýjum íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Þá meðal annars á Brynjureit og Höfðatorgi, segir í forsíðufrétt Morgunblaðsins.

Kaupsamningar sem Morgunblaðið hefur undir höndum vitna um að verð nýrra íbúða hafi jafn vel verið lækkað um sex milljónir frá auglýstri verðskrá.

Skal tekið fram að í þeim tilfellum keyptu kaupendur íbúðir fyrir hundruð milljóna.

Má því ætla að fermetraverð hafi lækkað úr nærri 700 þúsund krónum í um 600 þúsund krónur. Íbúðirnar eru litlar og flestar án bílastæða.

Jafnframt hafa verktakar boðið kaupendum að gera tilboð í nýjar íbúðir á Hlíðarenda. Slíkt er ekki algengt svo snemma í söluferlinu. Þá eru vísbendingar um verðlækkanir á reitum utan miðborgarinnar, segir í fréttinni.

Heimild: Frettabladid.is