Home Fréttir Í fréttum Stýrihópur telur nýjan flugvöll í Hvassahrauni koma best út

Stýrihópur telur nýjan flugvöll í Hvassahrauni koma best út

146
0

Stýrihópur fulltrúa innanríkisráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um athugun á framtíðarflugvallarstæði Reykjavíkurflugvallar hefur skilað innanríkisráðherra skýrslu sinni. Kannaðir voru nokkrir flugvallakostir á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni og kemst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flugvöllur í Hvassahrauni komi best út til að taka við þeirri starfsemi sem nú fer fram á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að á næstunni verði farið yfir skýrslu stýrihópsins og metið hvert næsta skref verður varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

<>

Hópurinn starfaði undir forystu Rögnu Árnadóttur en í honum sátu einnig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir hönd ríkisins, Dagur B. Eggertsson, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Matthías Sveinbjörnsson, fyrir Icelandair Group. Verkefnisstjóri var Þorsteinn R. Hermannsson, hjá Mannviti.

Könnun stýrihópsins sneri að fjórum nýjum flugvallastæðum sem eru Bessastaðanes, Hólmsheiði, Hvassahraun og Löngusker. Einnig kannaði hópurinn breyttar útfærslur á legu flugbraut í Vatnsmýri. Talið er stofnkostnaður við gerð nýs flugvallar og bygginga sem tækju við allri starfsemi Reykjavíkurflugvallar sé kringum 22 milljarðar króna.

Fram kemur í niðurstöðum stýrihópsins að nú liggi fyrir nægjanleg gögn til að gera raunhæfan samanburð á flugvallakostur á höfuðborgarsvæðinu. Viðbótarrannsóknir þyrftu þó að koma til í tengslum við fullhönnun og undirbúning hugsanlegra framkvæmda. Einnig skipti máli afstaða viðkomandi sveitarfélaga til nýs flugvallar innan sveitarfélagsins.

 

Heimild: Innanríkisráðuneyti