Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda 100 íbúðir fyrir námsmenn munu rísa í Hlíðunum

100 íbúðir fyrir námsmenn munu rísa í Hlíðunum

402
0
Þrívíddarmynd af húsunum sem brátt munu rísa við Stakkahlíð. Mynd. Aðsend

Í gær undirrituðu Böðvar Jónsson framkv.stj. BN og Aðalgeir Hólmsteinsson framkv.stj. Alverks samning um byggingu á 100 námsmannaíbúðum sem rísa munu við Stakkahlíð í Reykjavík.

<>

Samningurinn er í alverktöku og snýr því bæði að hönnun og byggingu íbúðanna. Framkvæmdir munu hefjast á vormánuðum 2020 og alls nemur byggingarmagnið 5.770 fm.

Aðalgeir Hólmsteinsson framkv.stj. Alverks og Böðvar Jónsson framkv.stj. BN handsala samninginn. Mynd. Aðsend

Samningur þessi er gerður í kjölfar lokaðs útboðs BN í mars 2018, þar sem Alverk varð hlutskarpast bjóðenda.

Íbúðirnar eru fjármagnaðar með stofnframlagi frá Reykjavíkurborg og Íbúðalánasjóði f.h. ríkisins og byggðar skv. reglum um almennar leiguíbúðir.

Eigandi verkefnisins er sjálfstætt undirfélag BN, Stakkahlíð hses. og samningsupphæð nemur tæpum 2.500 milljónum kr