Home Fréttir Í fréttum 21.02.2020 Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík

21.02.2020 Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík

166
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson

Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Norðurþings býður til opinnar hönnunarsamkeppni, sbr. 44. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, (framkvæmdasamkeppni) um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík.

<>

Ákveðið hefur verið að byggja nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík fyrir 60 íbúa. Nýja heimilið er samstarfsverkefni heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Tjörneshrepps, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og mun leysa eldri byggingar af hólmi sem ekki uppfylla lengur nútíma viðmið um aðbúnað á hjúkrunarheimilum.

Við bygginguna mun hjúkrunarrýmum á svæðinu einnig fjölga um sex rými.
Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili, auk tengigangs á milli nýbyggingar og núverandi hjúkrunarheimilis Hvamms.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 7. janúar 2020 en því síðara 7. febrúar 2020.

Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn, gögn eru afhent og þeim skilað rafrænt til Ríkiskaupa, samkvæmt leiðbeiningum á heimasíðu Ríkiskaupa og í Samkeppnislýsingu.

Skilafrestur tillagna er 21. febrúar 2020.

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 10 milljónir kr. og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 5 m.kr.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES.
Tilboð eru skoðuð áður en nafnleynd er rofin, finna má leiðbeiningar um þátttöku í hönnunarsamkeppni með nafnleynd hér