Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk

Ístak byggir nýjan skóla í Nuuk

134
0
Skjáskot af Ruv.is

Bæjayfirvöld í Nuuk á Grænlandi hafa samið við verktakafyrirtækið Ístak um bygginu nýs skóla sem verður hinn stærsti á Grænlandi.

<>

Nýi skólinn á að vera tilbúinn árið 2023. Áætlaður kostnaður er rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna.

Pólitísk samstaða segir bæjarstjórinn
Meirihluti bæjarstjórnarinnar í Nuuk samþykkti að taka tilboði Ístaks þó að það hafi ekki verið hið lægsta.

Sérstök dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þegar allt væri metið væri tilboð Ístaks hið hagstæðasta.

Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri Nuuk, sagði í viðtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq að hún væri sérstaklega ánægð með að breið pólitísk samstaða hefði náðst.

Leysir af hólmi tvo gamla skóla
Nýi skólinn leysir af hólmi tvo eldri skóla og gert er ráð fyrir að tólf hundruð nemendur stundi nám við hann. Skólinn á að standa í miðbæ Nuuk við hlið Hótels Hans Egede, skammt frá stjórnarráði Grænlands og aðalverslunarmiðstöð bæjarins.

Skóli og menningarmiðstöð
Nýi skólinn á einnig að vera menningarmiðstöð Nuuk. Í tilkynningu frá Ístaki segir að skólabyggingin eigi að vera bæði leik- og grunnskóli og jafnframt íþrótta- og menningarmiðstöð á kvöldin og um helgar fyrir bæjarbúa, sem fái aðgang að svokölluðu hjartarými byggingarinnar og íþróttasal.

Ístak hefur umtalsverða reynslu af framkvæmdum á Grænlandi og hefur meðal annars byggt þar skóla áður. Nýi skólinn á að vera tilbúinn eftir þrjú ár.

Við hönnun var tekið tillit til framtíðarþróunar í skólamálum.

Heimild: Ruv.is