Home Fréttir Í fréttum Endurbygging í útboð

Endurbygging í útboð

295
0
Breytt Vesturhús Orkuveitu Reykjavíkur mun líta svona út

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að láta bjóða út endurbyggingu á hluta skrifstofum fyrirtækisins við Bæjarháls í Reykjavík.

<>

Mun húsnæðið taka nokkrum útlitsbreytingum eftir endurbygginguna.

Helsta breytingin er sú að útveggir hússins verða réttir, en þrír af fjórum útvveggjum hins skemmda Vesturhúss slúta nú fram yfir sig. Það þýðir að gólfflötur neðri hæða hússin stækkar en minnkar á efri hæðum.

Heildarflatarmálið verður svipað eftir sem áður. Gert er ráð fyrir því að útboðið verði auglýst í febrúarmánuði næstkomandi. Framkvæmdir gætu þá hafist strax á næsta ári og verið lokið 2022.

Það var síðsumars 2017 sem kom í ljós að hluti skrifstofuhúsnæðis OR væri skemmdur af raka. Um e rað ræða svokallað Vesturhús, sem byggt var með öðrum hætti en annar húsakostur fyrirtækisins í Reykjavík.

Húsið var rýmt og ráðist í greiningu á valkostum til úrbóta. Margir voru skoðaðir og kynntir, en niðurstaðan að endurbyggja útveggi Vesturhússins og nota það sem heilt er; burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins svo sem lyftur og loftræstibúnað.

„Við lögðum á það áherslu um leið og skemmdirnar á Vesturhúsi komu í ljós að ana ekki að neinu. Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okur nú vera komin að bestu niðurstöðunni.

Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.

„Endurbyggingin er ekki hafin og eigum við eftir að sjá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á starfsemina á Bæjarhálsi.

Í því sambandi vil ég nefna seiglu samstarfsfólksins alls í Orkuveitunni sem hefur sýnt þolgæði og sveigjanleika við þetta önuga ástand á húsnæðinu,“ segir Bjarni.

Heimild: Skessuhorn.is