Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við viðbyggingu Kirkjugerðis í Vestmannaeyjum nánast á pari við áætlun

Kostnaður við viðbyggingu Kirkjugerðis í Vestmannaeyjum nánast á pari við áætlun

119
0
Kirkjugerði. Ljósmynd: TMS /Eyjar.net

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni var lögð fram úttektarskýrsla vegna lokaúttektar á Dalhrauni 1.

<>

Um er að ræða viðbyggingu við leikskólann Kirkjugerði.

Framkvæmdastjóri fór yfir kostnað vegna byggingar en fram kom að heildarkostnaður var kr.93.508.881 en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta kr. 92.834.673.

Ráðið fagnar verklokum á Kirkjugerði og þakkar þeim sem að verkinu komu.

Heimild: Eyjar.net