Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Sementsfestun á Vestursvæði 2015

Opnun útboðs: Sementsfestun á Vestursvæði 2015

225
0

Tilboð opnuð 23. júní 2015. Festun með sementi ásamt lögn á tvöfaldri klæðingu á vegi á Vestursvæði.  Um er að ræða þrjá vegarkafla; einn á Hringvegi (1), Gljúfurá – Kolás, einn á Snæfellsnesvegi (54), Búland – Grundarfjörður og einn á Innstrandavegi (68) í Bitrufirði. Samtals 8,52 km.

<>

Helstu  magntölur:

Festun með sementi                  56.681   m2

Tvöföld klæðing                           59.740   m2

Efra burðarlag, afrétting                 155   m3

Flutningur á sementi                    1.284   tonn

Flutningur steinefna                     1.613   m3

Flutningur bindiefna                         198   tonn

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2015.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 121.480.000 100,0 136
Borgarverk ehf., Borgarnesi 121.344.000 99,9 0

Heimild: Vegagerðin