Tilboð opnuð 23. júní 2015. Festun með sementi ásamt lögn á tvöfaldri klæðingu á vegi á Vestursvæði. Um er að ræða þrjá vegarkafla; einn á Hringvegi (1), Gljúfurá – Kolás, einn á Snæfellsnesvegi (54), Búland – Grundarfjörður og einn á Innstrandavegi (68) í Bitrufirði. Samtals 8,52 km.
Helstu magntölur:
Festun með sementi 56.681 m2
Tvöföld klæðing 59.740 m2
Efra burðarlag, afrétting 155 m3
Flutningur á sementi 1.284 tonn
Flutningur steinefna 1.613 m3
Flutningur bindiefna 198 tonn
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2015.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Áætlaður verktakakostnaður | 121.480.000 | 100,0 | 136 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 121.344.000 | 99,9 | 0 |
Heimild: Vegagerðin