Home Fréttir Í fréttum Hljóðlát­ari vinnu­tæki við stækk­un Gamla-Garðs

Hljóðlát­ari vinnu­tæki við stækk­un Gamla-Garðs

243
0
Tölvu­teiknuð mynd af ný­bygg­ingu við Gamla-Garð. Mynd/​And­rúm

Fram­kvæmd­ir eru að hefjast vegna stækk­un­ar Gamla-Garðs. Við stúd­entag­arðinn bæt­ast tvær þriggja hæða viðbygg­ing­ar með tengigangi og kjall­ara. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­un­um ljúki haustið 2021.

Alls verða 69 her­bergi í nýju viðbygg­ing­un­um með sér baðher­bergi, sam­eig­in­legu eld­húsi, setu­stof­um, sam­komu­rými, geymsl­um og þvottaaðstöðu, að því er seg­ir á vefsíðu Há­skóla Íslands.

Við hönn­un húss­ins var lögð áhersla á að það félli vel að nær­liggj­andi bygg­ing­um Há­skóla Íslands, Gamla-Garði, Þjóðminja­safni og götu­mynd við Hring­braut.

Valdi sem minnstu ónæði
Fram­kvæmd­irn­ar munu hafa áhrif á aðkomu að há­skóla­svæðinu og bíla­stæðamál. Reynt verður eft­ir fremsta megni að haga fram­kvæmd­um þannig að þær valdi sem minnstu ónæði fyr­ir stúd­enta, starfs­menn og gesti á há­skóla­svæðinu.

Til verks­ins hafa verið val­in hljóðlát­ari vinnu­tæki en al­mennt ger­ist. Reikna má með að jarðvinnu, upp­steypu og lóðavinnu fylgi mest rask en öll vinna mun fara fram á virk­um dög­um á milli klukk­an 8 og 18.

Heimild: Mbl.is

Previous articleSúðavík: Byggja 5 íbúða hús
Next articleOpnun verðfyrirsp. : Almenningssalerni við Esjurætur – Jarðvinna