Home Fréttir Í fréttum Íþrótta­hús ÍR-inga tekið að rísa

Íþrótta­hús ÍR-inga tekið að rísa

253
0
Skjáskot af Mbl.is

Fjöl­nota íþrótta­hús ÍR-inga er nú óðum að rísa í Mjódd­inni. Þar verður hálf­ur knatt­spyrnu­völl­ur og aðstaða fyr­ir æf­ing­ar í frjáls­um íþrótt­um en húsið verður um 4.300 fer­metr­ar en í 1.300 fer­metra hliðarbygg­ingu verða m.a. bún­ings­klef­ar og aðstaða til lyft­inga.

<>

Á vef Reykja­vík­ur­borg­ar er gert ráð fyr­ir að kostnaður við bygg­ing­arn­ar verði um 1,2 millj­arðar og sam­kvæmt áætl­un­um verður það tekið í notk­un snemma á næsta ári.

Bygg­inga­fyr­ir­tækið Munck er fram­kvæmd­araðili.

Sam­kvæmt samn­ingi við ÍR stend­ur til að byggja íþrótta­hús með par­ket­gólfi við bygg­ing­arn­ar það verður þó ekki gert í þess­um áfanga en und­ir­bún­ings­vinna mun vera haf­in.

Heimild: Mbl.is