Home Fréttir Í fréttum Með 26 krón­ur á tím­ann

Með 26 krón­ur á tím­ann

282
0
Norðmenn reisa sér nýtt og glæsi­legt þjóðlista­safn, alls 2.400 fer­metra bygg­ingu með 90 sýn­ing­ar­söl­um við Aker-bryggju í hjarta hinn­ar þúsund ára gömlu höfuðborg­ar Nor­egs. Ekk­ert er til sparað nema kannski laun verka­manna alþjóðlega starfs­manna­leig­uris­ans Ca­ver­i­on Group sem upp­skera allt niður í 26 norsk­ar krón­ur á tím­ann, upp­hæð sem hrekk­ur ekki fyr­ir hálf­um lítra af gos­drykk úti í búð í Ósló. Ljós­mynd/​Ann­ar Bjørgli/​Norska þjóðlista­safnið

„Þess­ar niður­stöður eru grafal­var­leg­ar. Við pöntuðum þessa skýrslu eft­ir að hafa gert stikkpruf­ur og sjá­um ekki bet­ur en að vanda­mál séu með hvort tveggja rétt­ar launa­greiðslur og um­fang vinnu­fram­lags.“

<>

Þetta seg­ir Hege Njaa Aschim, upp­lýs­inga­full­trúi norsku bygg­inga­eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar Stats­bygg, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK og vís­ar til biksvartr­ar skýrslu end­ur­skoðun­ar­ris­ans KPMG um kröpp kjör bygg­ing­ar­verka­manna við glæ­nýja bygg­ingu norska þjóðlista­safns­ins í Ósló sem skart­ar verðmiða upp á 5,3 millj­arða norskra króna, rúm­lega 72 millj­arða ís­lenskra.

Sé rýnt í skýrslu end­ur­skoðend­anna sann­ast hið góðkunna vísu­orð Davíðs frá Fagra­skógi held­ur bet­ur, að fáir njóti eld­anna sem fyrst­ir kveiki þá. Bygg­ing­ar­verka­menn­irn­ir frá Lit­há­en virðast að minnsta kosti ekki einu sinni fá að sitja í bjarma þeirra elda.

Tíma­kaupið hrekk­ur ekki fyr­ir gos­flösku
Sá sem lægst hef­ur laun­in sam­kvæmt skýrslu KPMG upp­sker 26 norsk­ar krón­ur á tím­ann. Sú upp­hæð reikn­ast til 356 ís­lenskra króna, í Ósló er al­gengt verð gos­drykkj­ar í hálfs lítra umbúðum 34 norsk­ar krón­ur, sá verkamaður frá Eystra­salt­inu sem minnst ber úr být­um gæti með öðrum orðum ekki leyft sér að svala sér á hálf­um lítra af Fanta fyr­ir tíma­kaup sitt í einu auðug­asta ríki heims, ol­íu­rík­inu Nor­egi.

Á bak við kyrr kjör bygg­ing­ar­verka­mann­anna í Ósló stend­ur alþjóðlega verk­taka­fyr­ir­tækið Ca­ver­i­on Group sem held­ur úti 15.000 verka­mönn­um um gerv­alla Evr­ópu.

And­lit Nor­egs­deild­ar þess fyr­ir­tæk­is er Knut Gaaserud sem full­yrðir við NRK að verka­menn­irn­ir njóti allra þeirra kjara sem rétt­ur þeirra standi til.

„Grunn­laun­in eru bara fasta­kaupið þeirra,“ seg­ir Gaaserud. „Þegar þeir koma til Nor­egs leggj­ast tveir þætt­ir við laun­in, breyti­leg laun (n. varia­bel lønn) og „daily allow­ance“ eða dag­pen­ing­ar.

Sam­an­lagt nær þetta upp í norsk lág­marks­laun [184,36 norsk­ar krón­ur, 2.522 ís­lensk­ar].“

Rann­sókn án niður­stöðu
Launaþætt­irn­ir tveir sem Gaaserud nefn­ir eru hins veg­ar að hans sögn lagðir beint inn á laun­a­r­eikn­ing verka­mann­anna og koma því ekki fram á launa­seðlum þeirra sem KPMG rann­sakaði við skýrslu­gerð sína.

„Við fylgj­umst auðvitað með því að rétt laun séu lögð inn á reikn­inga okk­ar starfs­manna,“ seg­ir Gaaserud við NRK.

Málið á sér nokkra for­sögu, í haust sendi Stats­bygg hóp eft­ir­lits­manna til Lit­há­en sem gekk það til ætl­un­ar að rann­saka alla und­ir­verk­taka Ca­ver­i­on Group þar í landi.

Eft­ir­lits­stofn­un kýs enn sem komið er ekki að tjá sig um niður­stöður þeirr­ar rann­sókn­ar við NRK en talsmaður verk­tak­ans

Ca­ver­i­on seg­ist fagna öll­um rann­sókn­um og seg­ir enn frem­ur að fyr­ir­tækið hafi að eig­in frum­kvæði hafið um­fangs­mikla rann­sókn á kjör­um þeirra 69 starfs­manna sem starfað hafi á veg­um þess í Nor­egi.

Niður­stöður séu þó eng­ar enn sem komið er.
„Við skil­um skýrsl­um um all­ar okk­ar launa­greiðslur gegn­um Alt­inn [ra­f­rænt sam­skipta­kerfi launa­greiðenda, skatt­greiðenda og op­in­berra stofn­ana í Nor­egi] og tryggj­um þar með að all­ir fái það sem þeim ber,“ svar­ar Gaaserud þegar NRK inn­ir hann eft­ir því hvernig Ca­ver­i­on tryggi að starfs­fólki þess upp­skeri þau laun sem því ber.

„Finn­um við ein­hver frá­vik leiðrétt­um við þau taf­ar­laust,“ seg­ir Gaaserud að lok­um.

Petter Vell­es­en, formaður Bygg­ing­ar­verka­manna­sam­taka Ósló­ar (n. Oslo bygn­ings­ar­bei­der­for­en­ing), seg­ir eft­ir­liti Stats­bygg ábóta­vant.

Bygg­ing­ar­verka­menn frá Aust­ur-Evr­ópu séu leik­sopp­ur laun­ráða í norsk­um bygg­ing­ariðnaði.

„Við sjá­um svona lagað aft­ur og aft­ur með reglu­legu milli­bili. Merki­legt að þetta komi líka upp á yf­ir­borðið við stór­fram­kvæmd­ir á veg­um hins op­in­bera.

Stats­bygg verður að gyrða sig í brók, hér bregst eft­ir­lit þess al­gjör­lega,“ seg­ir Vell­es­en ómyrk­ur í máli við NRK.

Mani­fest greindi fyrst frá mál­inu
Dagsa­visen
Af­ten­posten
E24
FriFag­be­veg­el­se

Heimild: Mbl.is