Home Fréttir Í fréttum Ístak bauð lægst í brú­ar­smíðina

Ístak bauð lægst í brú­ar­smíðina

237
0
Steinavötn. Fyllt að stöpl­um brú­ar­inn­ar eft­ir skemmd­ir í flóðum árið 2017. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ístak hf., Mos­fells­bæ átti lægsta til­boðið í vega­gerð í Suður­sveit í Öræf­um, en til­boð voru opnuð hjá Vega­gerðinni 5. nóv­em­ber.

<>

Þessi vega­gerð er hluti af átaki til að fækka ein­breiðum brúm á Hring­vegi.
Enn eru 36 ein­breiðar brýr á Hring­veg­in­um, lang­flest­ar á Suður- og Suðaust­ur­land, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessa fram­kvæmd í Morg­un­blaðinu í dag.

Verkið felst í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn (102 metr­ar) og Fellsá (46 metr­ar) ásamt upp­bygg­ingu á Hring­vegi í Suður­sveit á tveim­ur köfl­um beggja meg­in brúa.

Veita skal ám und­ir nýj­ar brýr og eft­ir að veg­teng­ing er kom­in skal fjar­lægja bráðabirgðabrýr og -vegi.

Heimild: Mbl.is