Home Fréttir Í fréttum Burknagata opnuð fyrir umferð

Burknagata opnuð fyrir umferð

271
0
Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Mynd: Vísir

Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann.

<>

Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sprengingar hafa verið framkvæmdar vegna þeirra.

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar.

Í meira en ár hefur jarðvegsvinna farið fram fyrir stærstu byggingum það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt.

Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á þessu myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.

„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins.

Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur.

„Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni.

Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Svavar.

Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Svavar.

Heimild: Visir.is