Home Fréttir Í fréttum Samþykkja mosku við Suðurlandsbraut

Samþykkja mosku við Suðurlandsbraut

174
0
Skjáskot af Ruv.is

Félag múslima á Íslandi hefur fengið leyf til að byggja mosku við Suðurlandsbraut. Enn á eftir að uppfylla ýmis skilyrði áður en framkvæmdir mega hefjast.

<>

Beiðni Félags múslima á Íslandi um að byggja tveggja hæða bænahús var tekin fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar í gær og samþykkt.

Gert er ráð fyrir að húsið verði úr forsteyptum einingum á lóð númer 76 við Suðurlandsbraut. Húsið verður liðlega 677 fermetrar og skiptist þannig að neðri hæðin verði 598 fermetrar, en sú efri 79 fermetrar.

Þetta þýðir þó ekki að hægt verði að hefja framkvæmdir strax. Eftir á að skila inn sérteikningum og greiða tilskilin gjöld sem og að ráða byggingarmeistara.

Að þessum skilyrðum og fleirum uppfylltum verður gefið út byggingarleyfi og þá mega framkvæmdir hefjast.

Heimild: Ruv.is