Home Fréttir Í fréttum 11.10.2019 Skúlagata 4 – innanhúshönnun

11.10.2019 Skúlagata 4 – innanhúshönnun

263
0
Mynd: Ruv.is

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis, auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í hönnunarútboði vegna innanhúss endurhönnunar skrifstofuhúsnæðis fyrir ráðuneyti í Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. 1. áfangi í endurbótum í húsnæðinu nær til 2. og 3. hæðar ásamt hluta 1. hæðar.

<>

Seinni áfangi nær til 4.- 6. hæða hússins. Hér er um að ræða hönnunarútboð þar sem þátttakendur verða valdir fyrst og fremst með tilliti til hæfni og reynslu, en einnig verðtilboðs.

Leitað er að hönnunarteymi, sem getur tekið að sér fullnaðar innanhússhönnun hússins.
Í hönnunarútboðinu verður viðhaft tveggja umslaga kerfi, þar sem annars vegar verða gefin stig fyrir hæfni og reynslu og hins vegar fyrir verðtilboð.

Gert er ráð fyrir að vægi þessara tveggja þátta verði 70% hæfni og 30% verð.

Allur kostnaður við þátttöku í þessu hönnunarútboði er á kostnað og ábyrgð þátttakenda.

Útboðsgögn verða afhent þann 09.10.2019 kl. 00:00

Opnun tilboða verður þann 11.10.2019 kl. 12:15