Stjórnendur Gamma Capital Management eiga fund með kröfuhöfum í fasteignafélaginu Gamma: Novus á morgun.
Félagið þarf að útvega milljarð til að geta haldið áfram með fasteignaverkefni, en 277 íbúðir eru í byggingu og skuldabréfakröfur á félagið nema alls um 2,7 milljörðum.
Stjórnendur Gamma hafa kynnt áætlanir um hvernig unnt sé að verja félagið falli, takist að ná í milljarðinn, og telja þrjár leiðir færar í þeim efnum; að kröfuhafar útvegi féð, að lánveiting komi til frá kröfuhöfum og öðrum, eða að nýir aðilar komi að borðinu.
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætti að koma í ljós í vikunni hvort þetta tekst.
Heimild: Visir.is