Sundabraut mun ekki leysa umferðarvanda í Ártúnsbrekku þótt hún greiði að einhverju leyti úr umferðarflæði í gegnum borgina.
Hún styður ekki við áherslur um aukið hlutfall almenningssamgangna í umferð heldur getur þvert á móti stuðlað að fjölgun einkabíla.
Ferðatími milli Kjalarness og miðborgarinnar getur þó styst um allt að þrjár klukkustundir á viku, og flóttaleiðir út úr höfuðborginni verða tryggari.
Ítarleg fréttaskýring um Sundabraut var í kvöldfréttum sjónvarps klukkan sjö. Þar var meðal annars rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Smára Ólafsson samgönguverkfræðing.
Heimild: Ruv.is