Home Fréttir Í fréttum Opnun nýrrar móttökustöðvar Sorpu tefst

Opnun nýrrar móttökustöðvar Sorpu tefst

127
0
Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV

Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð nýrrar gas-og jarðgerðarstöðvar Sorpu verður ekki hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl eða maí á næsta ári.

<>

Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar Sorpu frá því í síðustu viku Þar kemur einnig fram að öll sveitarfélög hafa samþykkt ábyrgð á láni til Sorpu upp á níu hundruð milljónir en innri endurskoðun hefur verið falið að rannsaka rekstur Sorpu.

Nokkrir bæjarfulltrúar lögðu fram harðorðar bókanir á fundum bæjarráðs og borgarráðs í gær þegar fundargerðin var kynnt þar sem þeir gagnrýndu hvernig væri staðið að málum hjá Sorpu.

Theódóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF-Viðreisnar, sagði í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs að hún harmaði að til þess þyrfti að koma að láta gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn beinlínis vegna óábyrgrar fjármálastjórnunar.

VIgdís Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði hylmingu hafa átt sér stað sem kallaði á viðamikla, utanaðkomandi rannsókn.

Borgarráðsfulltrúar SJálfstæðisflokksins sögðu vinnubrögðin ekki bera þess merki að vera dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu.

Heimild: Ruv.is