Home Fréttir Í fréttum Sprengingar við byggingar langt komnar við eldri byggingar Landspítala

Sprengingar við byggingar langt komnar við eldri byggingar Landspítala

351
0
Mynd: Skjáskot af myndbandi Landspítala

Á næstu dögum klárast mesta framkvæmdaraskið upp við eldri byggingar Landspítala við Hringbraut vegna nýbygginga í Landspítalaþorpinu.

<>

Áætlað er að sprengingum ljúki um mánaðamótin september október. Þar með færist þungi framkvæmdanna yfir í grunn meðferðarkjarnans og ró kemst á athafnasvæðið.

Nýverið var gefið út nýtt gönguleiðakort og þar er meðal annars tæpt á bílastæðum, sem er nóg af svæðinu, einkum austanmegin við Læknagarð.

 

Viðmælandi okkar er Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH. Ásbjörn fer í þessu myndskeiði yfir stöðuna á framkvæmdum.

KREFJANDI VETUR
Fyrsta ár framkvæmdanna er nú að baki. Veturinn 2018-2019 var að mörgu leyti erfiðasta tímabil framkvæmdanna vegna nálægðar við starfsemi og byggingar spítalans, einkum barnaspítala, kvennadeild og gamla spítala, ásamt geðdeild.

Verkefnið hefur þó gengið mjög vel og lítil röskun verið á reglulegri starfsemi Landspítala. Starfsfólk, sjúklingar og aðrir gestir hafa sýnt mikla þolinmæði gagnvart þessu erfiða en áríðandi verkefni.

MIKILVÆGT VERKEFNI
Nýbyggingar í Landspítalaþorpinu við Hringbraut eru stærsti áfanginn í íslensku heilbrigðiskerfi í meira en hálfa öld.

Nýja húsnæðið uppfyllir mun hafa í för með sér byltingu í aðstöðu og öryggi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk.

Heimild: Landspítalinn.is