Home Fréttir Í fréttum 05.11.2019 Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá (EES útboð)

05.11.2019 Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá (EES útboð)

419
0
Bygging bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa.

<>

Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn.
Helstu magntölur vegna vega eru:

Skeringar 6.365 m3
Fyllingar 19.685 m3
Burðarlag 2.345 m3
Tvöföld klæðing 11.585 m2
Fláafleygar 6.886 m2
Ræsagerð 84 m
Grjótvörn 3.995 m3
Bráðabirgðabrú 20,6 m

Helstu magntölur vegna brúa eru:
Vegrið 352 m
Gröftur 5.100 m3
Niðurrekstrarstaurar 162 stk.
Bergboltar 42 stk.
Mótafletir 3.569 m2
Steypustyrktarstál 201,5 tonn
Spennt járnalögn 41,1 tonn
Steypa 2.296 m3

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 30. september 2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudeginum 5. nóvember 2019.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.

Útboðið er einnig auglýst á Evópska efnahagssvæðinu.