Home Fréttir Í fréttum Fjalla­böð í Þjórsár­dal í aug­sýn

Fjalla­böð í Þjórsár­dal í aug­sýn

439
0
Til stend­ur að hefja fram­kvæmd­ir við Fjalla­böðin, nýj­an baðstað og 40 her­bergja hót­el, á næsta ári. Teikn­ing/​Basalt arki­tekt­ar

Sveit­ar­stjórn Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps samþykkti á fundi sín­um í gær drög að samn­ingi um land­spildu við Reyk­holt í Þjórsár­dal á milli sveit­ar­fé­lags­ins, Rauðukamba ehf. og for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

<>

Til stend­ur að hefja fram­kvæmd­ir við Fjalla­böðin, nýj­an baðstað og 40 her­bergja hót­el, á næsta ári.

Odd­viti sveit­ar­stjórn­ar er til­bú­inn að skrifa und­ir samn­ing­inn og seg­ir einn eig­enda Rauðukamba að ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu að for­sæt­is­ráðuneytið skrifi und­ir.

„Það má eig­in­lega segja að með þess­um samn­ingi, sem verður und­ir­ritaður á næstu dög­um, verði fjög­urra ára und­ir­bún­ings­tíma þess­ara fram­kvæmda lokið. Við erum búin að fara yfir alla þrösk­ulda sem hugs­ast get­ur og þetta er mjög stór áfangi,“ seg­ir Magnús Orri Schram.

„Þá för­um við að und­ir­búa fram­kvæmd­ir í haust, ljúk­um hönn­un í vet­ur og byrj­um fram­kvæmd­ir á næsta ári.“

Skap­ar fleiri störf en virkj­an­ir
Björg­vin Skafti Bjarna­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, seg­ir að ein­ung­is eigi eft­ir að hnýta nokkra lausa enda áður en samn­ing­ur verður und­ir­ritaður.
„Þetta er stærðar­inn­ar batte­rí og mikið búið að vinna í þessu.

Þetta skap­ar fullt af störf­um, fleiri störf en virkj­an­irn­ar okk­ar, og eins og þeir leggja þetta upp þá á þetta að vera mjög um­verf­i­s­væn og meðvituð starf­semi,“ seg­ir Björg­vin Skafti í sam­tali við mbl.is.

Heimild: Mbl.is