Home Fréttir Í fréttum Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu

Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu

221
0
Skjáskot af Visir.is

Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð.

<>

Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag en sagði að mál Sorpu yrði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun.

Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða náist í málinu sem fyrst. Þar skipti hver dagur máli

„Þeta verkefni er mjög mikilvægt í umhverfis-og fjárhagslegu tilliti fyrir sveitarfélögin. Ég hef óskað eftir því að fulltrúar sveitarfélaganna komi saman til að fara yfir þá stöðu sem nú er uppi,“ segir Birkir Jón.

Heimild: Visir.is