Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á silikonverksmiðju skapa um 90 störf

Endurbætur á silikonverksmiðju skapa um 90 störf

208
0
Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Framkvæmdir við endurbætur á silikonverksmiðju Stakksbergs mun auka framboð á störfum um 70-90 þegar mest verður.

<>

Búast má við að um helmingur starfsmanna komi frá sveitarfélögum á Reykjanesi og af höfuðborgarsvæðinu.

Þessum framkvæmdum fylgir aukin spurn eftir íbúðarhúsnæði í Reykjanesbæ og nágrenni og tengdri þjónustu.

Þá er gert ráð fyrir að vegna framkvæmda við áfanga 2 til 4 þurfi um 70-80 starfsmenn í eitt og hálft ár vegna hvers áfanga.

Þetta kemur fram á vef íbúagáttar Stakksbergs. Þar segir einnig að talið sé að nægjanlegt framboð vinnuafls sé á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu til að reisa byggingar verksmiðjunnar.

Vélbúnaðurinn verður hins vegar settur upp af verktökum og sérþjálfuðu starfsfólki framleiðenda búnaðarins, en búnaðurinn verður hannaður og smíðaður erlendis og fluttur beint til Helguvíkur.

Heimild: Sudurnes.net