Home Fréttir Í fréttum Ásókn í smá­í­búðir í Gufu­nesi

Ásókn í smá­í­búðir í Gufu­nesi

256
0
Nærri átta um­sækj­end­ur fyr­ir hverja íbúð í fyr­ir­huguðu smá­í­búðahverfi í Gufu­nesi í Reykja­vík. Mynd: mbl.is

Rúm­lega þúsund manns hafa skráð sig á lista til kaupa á 130 íbúðum í fyr­ir­huguðu smá­í­búðahverfi í Gufu­nesi.

<>

Run­ólf­ur Ágústs­son verk­efna­stjóri seg­ir áhug­ann vitna um mikla eft­ir­spurn eft­ir hag­kvæm­um íbúðum fyr­ir fyrstu kaup­end­ur.

Íbúðirn­ar eru á bil­inu 31 til 61 fer­metri að stærð og kosta 17 til 33 millj­ón­ir kr. Fólk vel­ur sér íbúð við skrán­ingu.

Að sögn Run­ólfs hafa 40% lyst­haf­enda sýnt áhuga á þriggja her­bergja íbúðum.

Næsta skref er að kalla eft­ir greiðslu­mati. Það verður gert í næsta mánuði. Áætlað er að hefja fram­kvæmd­ir í nóv­em­ber og þá verður íbúðum út­hlutað og dregið á milli um­sækj­enda.

Áformað er að af­henda fyrstu íbúðirn­ar eft­ir eitt ár, haustið 2020, seg­ir Run­ólf­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is