Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­ir við Kletta­skóla millj­arð fram úr áætl­un

Fram­kvæmd­ir við Kletta­skóla millj­arð fram úr áætl­un

175
0
Kostnaðaráætl­un vegna fram­kvæmda við viðbygg­ingu Kletta­skóla hljóðaði upp á 2.952 millj­ón­ir króna og voru skekkju­mörk -10 % til +15%. Mynd: mbl.is/​​Hari

„Það eitt er rann­sókn­ar­verk­efni ef allt þetta fé hef­ur verið notað í verk­efnið og skrifað á Kletta­skóla og fram­kvæmd­ir þar, því það er ómögu­legt að koma tæp­um millj­arði á verkið á hönn­un­arstigi,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, um framúr­keyrslu vegna fram­kvæmda við Kletta­skóla.

<>

Fjár­heim­ild­ir til verks­ins námu 780 millj­ón­um á ár­un­um 2011 til 2014, sam­kvæmt bók­un full­trúa meiri­hlut­ans í borg­ar­ráði, en verkið var boðið út árið 2015.

„Sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mál er það þannig að ef fjár­heim­ild­ir eru ekki nýtt­ar, þá ber að bak­færa þær. Þess vegna ætla ég á næsta borg­ar­ráðsfundi að kalla eft­ir öll­um reikn­ing­um varðandi fram­kvæmd­ina allt aft­ur til árs­ins 2011.

Ef þess­ar fjár­heim­ild­ir hafa ekki verið færðar til baka, þá verð ég að fá að sjá alla reikn­inga sem liggja að baki þess­ari upp­hæð,“ seg­ir Vig­dís.

Kostnaðaráætl­un vegna fram­kvæmda við viðbygg­ingu Kletta­skóla hljóðaði upp á 2.952 millj­ón­ir króna og voru skekkju­mörk -10 % til +15%.

Vegna viðbót­ar­verk­efna, end­ur­nýj­un­ar kennslu­búnaðar, end­ur­gerðar á eldra hús­næði og end­ur­gerðar eldri hluta lóðar varð kostnaður 3.603 millj­ón­ir króna og raun­kostnaður loks 3.950 millj­ón­ir króna.

Kennslu­búnaður sé ekki hluti fram­kvæmda

Í svari skrif­stofu­stjóra fram­kvæmda og viðhalds Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að mis­mun­ur raun­kostnaðar og kostnaðaráætl­un­ar, að teknu til­liti til viðbót­ar­verk­efna, sé því 348 millj­ón­ir króna, eða 9,7%, sem sé inn­an skekkju­marka áætl­un­ar­gerðar.

Tæp­ur millj­arður fór að sögn Vig­dís­ar tek­inn inn á verkið áður en fram­kvæmd­ir hóf­ust og ann­ar tæp­ur millj­arður í gegn­um viðauka við fjár­hags­áætl­un.

„Af hverju var þetta ekki sett inn í fjár­hags­áætl­un þegar verk var hafið,“ spyr hún og bend­ir einnig á að kennslu­búnaður eigi ekki að vera hluti af fram­kvæmda­kostnaði.

„Þetta er allt sam­an skrifað á fram­kvæmd­irn­ar en kennslu­búnaður og skóla­gögn eiga ekki að falla und­ir það. Ég tel að þetta sé efti­r­á­skýr­ing hjá borg­inni til þess að koma upp­hæðinni upp.“

Þá vill Vig­dís taka sér­stak­lega fram að gagn­rýni henn­ar snúi á eng­an hátt að starf­semi Kletta­skóla. „Þetta ætti að vera flagg­skip Reykja­vík­ur að borg­inni hafi verið treyst fyr­ir því að sjá um þenn­an mála­flokk.

Þetta er fram­kvæmd á hús­næði á veg­um borg­ar­inn­ar, en snýr ekk­ert að rekstr­in­um og ekk­ert að þeirri góðu starf­semi sem þarna fer fram.“

Eigi von á skilamati vegna fram­kvæmd­anna

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þegar hafi verið gengið úr skugga um að all­ar fjár­heim­ild­ir vegna fram­kvæmd­anna hafi verið rétt­ar.

Þá eigi borg­ar­ráð von á skilamati um fram­kvæmd­irn­ar inn­an skamms. „Þetta var kynnt í des­em­ber 2018, þá var farið yfir alla þætti máls­ins og þær breyt­ing­ar sem urðu frá upp­haf­leg­um áætl­un­um. Það er verið að vinna skilamat og ég geri ráð fyr­ir því að við fáum það inn í borg­ar­ráð fljót­lega.“

Heimild: Mbl.is