Home Fréttir Í fréttum Byggingar­krani féll til jarðar þegar felli­bylurinn Dorian mætti

Byggingar­krani féll til jarðar þegar felli­bylurinn Dorian mætti

247
0
Fellibylurinn Dorian mætti að ströndum Kanada í gær. Mynd: Skjáskot/Storyful - Vísir/AP

Fellibylurinn Dorian mætti að ströndum Kanada í gær með gríðarmiklu regni og kröftugum vindum.

<>

Hundruð þúsunda íbúa voru án rafmagns vegna bylsins og olli hann miklum usla í Halifax, en ekki hafa borist neinar tilkynningar um dauðsföll.

Til að undirbúa sig undir komu Dorian voru íbúar í Halifax, höfuðstað fylkisins Nova Scotia, beðnir um að festa niður þunga hluti sem tekist gætu á flug og fyrirtæki hvött til þess að loka snemma.

Í óveðrinu hrundi byggingarkrani í borginni sem notaður var við íbúðauppbyggingu og þak fór af fjölbýlishúsi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafa nokkur íbúðarhús verið rýmd vegna veðurs. Einnig hefur bylurinn fellt tré og rafmagnslínur í borginni.

Jeff Paris, slökkviliðsmaður á svæðinu, sagði í samtali við AP fréttastofuna að þrátt fyrir áðurnefndan usla, verði það að teljast lánsamt að ekki hafi borist tilkynningar um dauðsföll eða alvarleg meiðsli af völdum fellibyljarins.

„Rafmagnið fór af fyrir nokkrum klukkutímum en við vorum vel undirbúin,“ sagði Tim Rissesco, íbúi á hafnarsvæðinu í Halifax.

Hér fyrir neðan sjá myndband af byggingakrananum sem um ræðir.

Heimild: Visir.is