Reykjavíkurborg óskar eftir tilboðum í þrjár færanlegar kennslustofur sem staðsettar eru á lóð íþróttafélagsins Fram í Úlfarsárdal í Reykjavík (við hlið Dalsskóla að Úlfarsbraut 122-124).
Gulmerktu stofurnar á myndinni verða sýndar áhugasömum kaupendum þann 10. september kl. 15:00. Óskað er eftir staðgreiðslutilboðum.
Tilboðsfrestur er til 13. september fyrir kl. 13:00 og skal skila tilboði í merktu umslagi til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Tilboði er skilað á tilboðsblaði sem er að finna hér.
Tilboð verða opnuð sama dag og á sama stað kl 13:15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Væntanlegur kaupandi þarf að fjarlægja stofuna/stofurnar auk tengigangs af lóð íþróttafélagsins Fram fyrir 15. október 2019.
Viðkomandi þarf að sækja um byggingaleyfi til þess að flytja færanlega kennslustofu hjá því sveitarfélagi þar sem lóðin er staðsett sem kennslustofan verður flutt á.
Að fengnu slíku leyfi þarf að sækja um flutningsleyfi til Samgöngustofu og lögreglu.
Að fengnum leyfum frá Samgöngustofu og lögreglu er hægt að flytja kennslustofuna. Þegar flutningi er lokið þarf að tilkynna það til Byggingafulltrúans í Reykjavík sem annast afskráningu stofunnar úr þjóðskrá.
Tilboðsblað